spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Jan Baginski

Skotklukkan: Jan Baginski

Næstur í röðinni í Skotklukkunni er Njarðvíkingurinn Jan Baginski. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka Njarðvíkur og með meistaraflokki þeirra frá árinu 2021 hélt Jan vestur um haf fyrir yfirstandandi tímabil og gekk til liðs við Graceland í bandaríska háskólaboltanum.

 1. Nafn? Jan Baginski
 2. Aldur? 20
 3. Hjúskaparstaða? Lausu
 4. Uppeldisfélag? Njarðvík
 5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar ég var bikarmeistari með
  meistaraflokki Njarðvíkur 2021.
 6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem ég man eftir.
 7. Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur Þrastarson
 8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Dedrick Basile eða Nico
  Richotti.
 9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei
 10. Uppáhalds tónlistarmaður? Er ekki með einhvern einn.
 11. Uppáhalds drykkur? Vatn
 12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Allir hafa kennt mér margt, svo
  það er ekki einhver einn.
 13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Tómas
  Valur
 14. Í hvað skóm spilar þú? Kobe 5
 15. Uppáhalds staður á Íslandi? Ljónagryfjan
 16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Lakers
 17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Úff Kobe eða Lebron,
  get ekki valið á milli þeirra.
 18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Bróðir minn, Maciej Baginski.
 19. Sturluð staðreynd um þig? Æfði fótbolta í 10 ár.
 20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 5v5
 21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfin
  hjá hinu liðinu.
 22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju?
  Maciej, Elías (snakerinn) og fluffuna hann Mikael Möller.
 23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, ég fylgist mikið
  með fótbolta.
 24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Kef🫣
Fréttir
- Auglýsing -