spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkotklukkan: Jakob Kári Leifsson

Skotklukkan: Jakob Kári Leifsson

Næst er Skotklukkan komin að ungstrini Stjörnunnar Jakobi Kára Leifssyni.

Jakob Kári er að upplagi úr Stjörnunni og er nýlega orðinn 17 ára gamall. Hann hefur á síðustu árum leikið upp alla yngri flokka félagsins og með meistaraflokki þeirra frá því á síðustu leiktíð. Hann hefur þó verið í mun stærra hlutverki hjá Íslandsmeisturunum á yfirstandandi tímabili heldur en því síðasta, þar sem meðaltal mínútna hans í Bónus deildinni hafa farið frá tveimur upp í tæpar níu. Ásamt því að hefur Jakob einnig verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

1. Nafn? Jakob Kári Leifsson  

2. Aldur? 17 ára  

3. Hjúskaparstaða? Lausu  

4. Uppeldisfélag? Stjarnan  

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna Meistara Meistaranna. 

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Að tapa með 40 á móti Danmörku og Finnlandi á Norðurlandamótinu í u18. 

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Jón Breki  

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Ægir Þór Steinarsson 

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ekkert sérstakt  

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake  

11. Uppáhalds drykkur? Nocco 

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Baldur Þór Ragnarsson 

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Jacob Falko  

14. Í hvaða skóm spilar þú? Gt cut 3  

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Garðabær  

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Lakers 

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James  

18. Hver var fyrirmyndin þín í æsku? Sveinbjörn Claessen (frændi) 

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég hef aldrei fengið blóðnasir.  

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila og skotkeppnir  

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun og varnaræfingar.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Björn Skúla, Atla Hrafn og Orra Gunn. 

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist með fótbolta.  

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Vestra 

Fréttir
- Auglýsing -