spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Hulda Björk Ólafsdóttir

Skotklukkan: Hulda Björk Ólafsdóttir

Hulda Björk Ólafsdóttir leikmaður Grindavíkur er næst í Skotklukkunni. Hulda Björk er 20 ára bakvörður sem að upplagi er úr Grindavík, en eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins byrjaði hún að leika með meistaraflokki þeirra 16 ára gömul árið 2019. Var hún því með liðinu þegar það vann sig upp úr fyrstu deildinni það sama ár. Í dag er hún einn lykilleikmanna liðsins sem er í 3. sæti Subway deildarinnar, en hún hefur það sem af er tímabili verið að skila 12 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik.

  1. Nafn? Hulda Björk Ólafsdóttir
  2. Aldur? 20 ára
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? Grindavík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Að vinna Njarðvík í oddaleik í fyrstu deildinni, eftir að hafa verið 2-0 undir.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem stendur upp úr en alltaf jafn vont fyrir ego-ið að klikka úr galopnu layupi.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Margar ungar og efnilegar stelpur en mér finnst Hulda María Agnarsdóttir mjög flott.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Hef fengið að spila með mörgum flottum leikmönnum en mér finnst Robby Ryan og Danielle Rodriguez standa uppúr.
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég má ekki spila körfubolta með naglalakk!
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Lady Gaga og The Weeknd.
  11. Uppáhalds drykkur? Nocco!
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hef verið svo heppin að hafa haft mjög flotta og reynslumikla þjálfara. Ellert Magnússon ól mig upp og skólaði mig til sem leikmann, Ólöf Helga byggir upp sjálftraustið hjá manni og mér finnst Lalli frábær, hann hefur alltaf trú á sínum leikmönnum og ég hef vaxið mikið sem leikmaður og einstaklingur með hann sem þjálfarann minn.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það?  Thelma Dís Ágústsdóttir úr Keflavík.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavík
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist voða lítið með liðunum, er frekar að fylgjast með leikmönnum.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant en ég hef líka lúmskt gaman af Dennis Rodman sem leikmanni.
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Foreldrar mínir, duglegra fólk er erfitt að finna og stuðningurinn sem ég hef fengið frá þeim er ómetanlegur.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er mjög lofthrædd.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Þol æfingar eins og suicide eða gamli góði stiginn.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ég tæki Heklu Eik því annars myndi ég örugglega bara fá aðskilnaðarkvíða. Síðan Ólöfu Maríu og Theu fyrir góðan félagsskap.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Hef gaman af öllum íþróttum, ef það er t.d stórmót í einhverri íþrótt þá er ég orðin sérfræðingur í þeirri íþrótt.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aþenu
Fréttir
- Auglýsing -