spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Skotklukkan: Hilmar Smári Henningsson

Skotklukkan: Hilmar Smári Henningsson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Íslandsmeistara Stjörnunnar og íslenska landsliðsins Hilmari Smára Henningssyni.

Hilmar Smári er að upplagi úr Haukum, en hefur leikið ansi víða þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Fyrir utan Hauka hefur hann verið á mála hjá Þór Akureyri og Stjörnunni á Íslandi og Eisbaren Bremerhaven í Þýskalandi og Valencia á Spáni. Hilmar Smári lék sína fyrstu leiki fyrir Ísland árið 2019 og var hluti af liðinu sem vann sig inn á lokamót EuroBasket 2025.

1. Nafn? Hilmar Henningsson


2. Aldur? 24 ára


3. Hjúskaparstaða? Föstu


4. Uppeldisfélag? Haukar


5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Íslandsmeistari með Stjörnunni.


6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Tapa á móti Noregi 2x sama sumarið í U-18.


7. Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Hlynsdóttir


8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Martin Hermannson


9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, reyni að halda mér frá því.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Nussun!!


11. Uppáhalds drykkur? Nocco 


12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Baldur Þór Ragnarsson


13. Ef þú mættir fá einn íslenskan leikmann í þitt lið, hver væri það? Tryggva Hlinason

14. Í hvað skóm spilar þú? Helst Kobe, annars breyti ég mikið til.


15. Uppáhalds staður á Íslandi? Hafnarfjörður


16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Ekki með neitt eitt uppáhalds.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James


18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi (Henning Henningsson) og Jón Arnór.


19. Sturluð staðreynd um þig? Er 1/4 danskur.


20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 


21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Hlaup án bolta.


22. Hvaða þrjá leikmenn úr landsliðinu tækir þú með þér á eyðieyju? Orra, Elvar og Ægi.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Mikið búinn að vera fylgjast með golfinu. 

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei.

Fréttir
- Auglýsing -