spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Heiður Karlsdóttir

Skotklukkan: Heiður Karlsdóttir

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Fjölnis Heiði Karlsdóttur. Heiður er að upplagi úr Reykdælum og hefur ásamt Fjölni einnig leikið fyrir Skallagrím í Borgarnesi. Þá hefur hún einnig verið lykilleikmaður í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum. Heiður mun að þessu tímabili loknu halda vestur um haf og ganga til liðs við sterkt lið Wyoming Cowgirls í efstu deild bandaríska háskólaboltans.

  1. Nafn? Heiður Karlsdóttir
  2. Aldur? 18 ára
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? Reykdælir
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar við unnum bikarinn í stúlknaflokk 2022.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Í minnibolta þegar ég fór í layup á vitlausa körfu og klúðraði.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Addý María í Fjölni.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Dagný Lísa Davíðsdóttir
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Held mikið upp á Hozier, Ásgeir Trausta og Frank Ocean.
  11. Uppáhalds drykkur? Appelsín
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Gamli góði Guðjón „Gaui“ Guðmundsson.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Reykholtsdalurinn í Borgarfirði
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Engu
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Sigrún Ámunda
  19. Sturluð staðreynd um þig? Ég ætlaði mér alltaf að verða atvinnumaður í hestaíþróttum áður en karfan flæktist fyrir.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5 og skotleikir.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir önnur lið og shell drillan.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Bergdís í Fjölni, Jana í Njarðvík og Hekla í Grindavík. Síðan myndi ég smygla Emmu Hrönn úr fyrstu deildinni með líka.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei, ekki nema íslenska landsliðið sé að spila.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég ætla nú ekki að jinxa neitt hérna.
Fréttir
- Auglýsing -