spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSkotklukkan: Emma Hrönn Hákonardóttir

Skotklukkan: Emma Hrönn Hákonardóttir

Næst er Skotklukkan komin að Emmu Hrönn Hákonardóttur. Emma Hrönn er 19 ára gamall framherji Hamars/Þórs sem á síðasta tímabili vann fyrstu deildina og mun leika í Subway deild kvenna í fyrsta skipti á næstu leiktíð, en hún var valin besti leikmaður fyrstu deildarinnar á lokahófi KKÍ nú í vor. Emma mun þó ekki vera með Hamar/Þór á þessu fyrsta tímabili í Subway deildinni þar sem hún er á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum þar sem hún mun leika fyrir UAlbany Great Danes. Þá hefur hún einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, en nú í sumar er hún með undir 20 ára liði kvenna.

 1. Nafn? Emma Hrönn Hákonardóttir
 2. Aldur? 19 ára
 3. Hjúskaparstaða? Lausu
 4. Uppeldisfélag? Þór Þorlákshöfn
 5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Klárlega að koma uppeldisfélaginu í Subway deildina!
 6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ég man ekki eftir neinu sérstaklega vandræðalegu en það var mjög vont í hjartað þegar ég spilaði minn fyrsta meistaraflokks leik með Hamri í 1.deildinni í 9.bekk á móti Fjölni. Við vorum að tapa með u.þ.b. 50 stigum og ég stel boltanum af Ariel Hearn þegar það voru 10 sekúndur eftir og fer í layup. En hún blokkaði mig hressilega. Það var frekar vont í litla hjartað.
 7. Efnilegasti leikmaður landsins? Það eru svo margar ungar og efnilegar en ætli ég segi ekki Jóhanna Ýr Ágústsdóttir og Rebekka Rut Steingrímsdóttir í KR.
 8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Ariel Hearn eða Lina Pikciute. Svo var geggjað að spila með Sigrúnu Ámunda.
 9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei engin hjátrú en mér finnst bara best að vera ekki í neinu stressi fyrir leiki og vera mætt snemma upp í hús.
 10. Uppáhalds tónlistarmaður? Tónlistarsmekkurinn minn er út um allt en hlusta mikið á Drake (ef að það má segja það í dag).
 11. Uppáhalds drykkur? Kristall og Ramonade nocco
 12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hef verið frekar heppin með þjálfara en ætli ég segi ekki Baldur Þór Ragnarsson. Svo hefur Hákon Hjartarson verið ágætur líka.
 13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Thelmu Dís Ágústsdóttur
 14. Í hvað skóm spilar þú? Ég skipti frekar mikið á milli en ég nota GT cut skóna mína mest.
 15. Uppáhalds staður á Íslandi? Akureyri eða Borgarfjörður Eystri
 16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist voða lítið með svo að ég held ekki með neinu sérstöku liði.
 17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan
 18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Helena Sverrisdóttir
 19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er úr sjávarþorpi en er alveg skíthrædd við sjóinn
 20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5 og einstaklings sóknardrillur
 21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? 1v1 og upphitun
 22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ég tæki Bergdísi fyrrum leikamnn Fjölnis/núna Hamar-Þór upp á gamanið, Kristrúnu í Hamar-Þór af því að hún er svo ótrúlega sterk og svo líklegast Heiði úr Fjölni svo að kannski einhverjar af leiðinlegu staðreyndunum hennar myndu nýtast. Svo er hún líka ágætlega gáfuð stundum.
 23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Voða lítið en fylgist svona með öðru auganu.
 24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Segir maður ekki alltaf aldrei segja aldrei. En ef að ég þyrfti að segja eitthvað þá yrði það líklegast KR eða ÍR.
Fréttir
- Auglýsing -