Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Íslands og Anwil Włocławek í Póllandi Elvari Má Friðrikssyni.
Elvar Már er að upplagi Njarðvíkingur og hefur hann aðeins leikið fyrir Njarðvík á Íslandi. Hann hefur þó lengst af verið að leika erlendis, með háskólum LIU og Barry í bandaríska háskólaboltanum og síðan með liðum í Svíþjóð, Frakklandi, Litháen, Belgíu, Ítalíu og á Grikklandi. Þá hefur hann verið gífurlega mikilvægur leikmaður íslenska landsliðsins á síðustu árum.
1. Nafn? Elvar Már Friðriksson
2. Aldur? 30 ára
3. Hjúskaparstaða? Giftur
4. Uppeldisfélag? Njarðvík
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Leikurinn við Tyrkland sem við tryggðum okkur á Eurobasket og PAOK gegn Aris derby-slagurinn var mikil upplifun.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Klikkaði einu sinni úr víti í leik, vonandi gerist það ekki aftur.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Patrik Birmingham
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Kevin Porter Jr.
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Engin spes hjátrú, en rútínan alltaf mjög svipuð, það fer bara eftir því hvernig mér líður.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Gummi Tóta
11. Uppáhalds drykkur? Kaffi og Red Bull
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Henrik Sonko og Craig/Baldur/Viðar tríóið er öflugt.
13. Ef þú mættir fá einn íslenskan leikmann í þitt lið, hver væri það? Martin Hermannsson
14. Í hvað skóm spilar þú? Nike skórnir eru bestir. JA2 og KD18 er ég með í rotation núna.
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Njarðvík og Skorradalur er kósý.
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Engu sérstöku, Golden State líklega því það er gaman að horfa á Curry.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? LeBron James
18. Hver var fyrirmyndin þín í æsku? Ég horfði mikið upp til Pabba, Brenton, Loga og fleiri góðra sem spiluðu með Njarðvík á þeim tíma.
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er örfættur og öflugur kokkur að eigin sögn.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 1á1 og troða.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Þegar troðslurnar heppnast ekki hjá mér svo getur taktík verið þreytandi líka.
22. Hvaða þrjá leikmenn úr landsliðinu tækir þú með þér á eyðieyju? Martin, Ægi Steinþórs og Hauk.
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fótbolta
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei svo ég myndi aldrei segja að ég myndi aldrei spila fyrir eitthvað lið.



