spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSkotklukkan: Elísabeth Ýr Ægisdóttir

Skotklukkan: Elísabeth Ýr Ægisdóttir

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni íslenska landsliðsins og Liberty Flames í bandaríska háskólaboltanum, Elísabeth Ýr Ægisdóttur. Elísabeth fór vestur um haf í háskólaboltann fyrir yfirstandandi tímabil eftir nokkur góð ár hjá Haukum í Subway deildinni, en að upplagi er hún úr Grindavík. Hjá Liberty hefur hún um leið náð að stimpla sig inn í stórt hlutverk, þar sem hún er að spila að meðaltali rúmar 24 mínútur í leik.

 1. Nafn? Elísabeth Ýr Ægisdóttir
 2. Aldur? 20
 3. Hjúskaparstaða? Í sambandi.
 4. Uppeldisfélag? Grindavík
 5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Ég held ég verði að segja þegar við unnum þriðja bikarmeistaratitilinn í röð með Haukum.
 6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Mér dettur ekkert í hug.
 7. Efnilegasti leikmaður landsins? Jana Falsdóttir
 8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Keira Robinson
 9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Verð að gera hárið mitt þokkalegt og mála mig smá, You look good you play good.
 10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake, Rihanna og SZA.
 11. Uppáhalds drykkur? Íslenska vatnið og Nocco.
 12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Bjarni og Ingvar.
 13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Emilie Hesseldal
 14. Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20 og Sabrina 1.
 15. Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavíkin
 16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu.
 17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant
 18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Helena Sverris og Jón Arnór.
 19. Sturluð staðreynd um þig? Æfði fótbolta til 16 ára.
 20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5
 21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Labba yfir kerfin hjá hinum liðunum.
 22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Kristrúnu Ríkey, Tinnu Guðrúnu og Evu Wium.
 23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Fylgist eitthvað með fótboltanum.
 24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Held ég segi Aþena og ÍR.
Fréttir
- Auglýsing -