Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Ármanns í Bónus deild karla Braga Guðmundssyni. Bragi er 22 ára og að upplagi úr Grindavík, en þar hóf hann að leika fyrir meistaraflokk tímabilið 2019-20. Ásamt því að hafa leikið fyrir Grindavík og Ármann á hann leiki fyrir Hauka og Selfoss í meistaraflokki. Þá var hann um tíma í bandaríska háskólaboltanum og á hann einnig að baki marga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
- Nafn? Bragi Guðmundsson
- Aldur? 22 ára
- Hjúskaparstaða? Föstu
- Uppeldisfélag? Grindavík
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Hitta skoti yfir allan völlinn.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem ég man eftir.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Marínó Ómarsson
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Jón Axel Guðmundsson
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, ekkert sérstakt.
- Uppáhalds tónlistarmaður? Lil Baby
- Uppáhalds drykkur? Unbroken
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Úff margir, örugglega Steinar Kaldal og Gummi Braga.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? DeAndre Kane
- Í hvað skóm spilar þú? Ja Morant, Sabrina.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavík
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Lakers
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Eitt rétt svar, LeBron James.
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi og bræður mínir.
- Sturluð staðreynd um þig? Ég hef aldrei unnið neinn titil.
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Miami drill hjá Steinari Kaldal.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Alfonso, Arnald Grímsson og Ingva Þór.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert lið sem ég myndi ekki spila fyrir.



