spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Bergdís Anna Magnúsdóttir

Skotklukkan: Bergdís Anna Magnúsdóttir

Næst í Skotklukkunni er Bergdís Anna Magnúsdóttir. Bergdís er 19 ára bakvörður úr Fjölni í Grafarvogi, en þar lék hún upp yngri flokka og með meistaraflokki félagsins í Subway deildinni frá árinu 2021. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

1. Nafn? Bergdís Anna Magnúsdóttir

2. Aldur? 19 ára

3. Hjúskaparstaða? Í sambandi

4. Uppeldisfélag? Fjölnir

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Bikar með stúlknaflokki 2022. 

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Alltaf vont að skjóta i hliðina á spjaldinu, tók reyndar þrist i siðasta leik og gleymdi að hoppa það var lika mjög vont, hoppaði reyndar lika yfir stól einu sinni i upphitun og hann var brotinn þannig ég flaug á hausinn, það var líka frekar vandræðalegt. 

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Aðalheiður María Davíðsdóttir (Addý) og Hulda María í Njarðvík.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Brittanny Dinkins

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei svosem ekki, en er alltaf með Corny, banana og Collab i öllum leikjum og svo ein góð lögn fyrir leik er lika solid.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Svolítið blandað bara .

11. Uppáhalds drykkur? Rauður Collab, sveinka Nocco eða ískalt vatn.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Margrét Ósk Einarsdóttir og Sigrún Ámundadóttir.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Söru Rún Hinriksdóttur eða Dagný Lísu og ná í Emmu Hrönn úr 1. deildinni.

14. Í hvað skóm spilar þú? Lebron 20 eða Nike gt cut.

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Leið alltaf best í sveitinni fyrir utan Egilsstaði eða Hólmavík þegar ég var yngri.

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? 76ers

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Allen Iverson

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Embla Kristínardóttir og Þóra Kristín.

19. Sturluð staðreynd um þig? Æfði ballet i 9 ár og hata lakkrís. 

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spil og svona spila-leikir.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? 7up

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ætla svindla og taka fleiri, Agnesi úr Haukum, Jönu úr Njarðvík, Söru úr Val og svo Rebekku úr Þór Akureyri og svo líka Heiði mína, ætla bara taka alla.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Neeeei voða takmarkað.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert sem mér dettur í hug, mögulega ÍR.

Fréttir
- Auglýsing -