spot_img
HomeFréttirSkotklukkan: Anna Lára Vignisdóttir

Skotklukkan: Anna Lára Vignisdóttir

Næst er Skotklukkan komin að Önnu Láru Vignisdóttur. Anna Lára er 19 ára gamall framherji Keflavíkur sem leikið hefur með öllum yngri landsliðum félagsins og með meistaraflokki þeirra frá árinu 2020. Þá hefur Anna Lára einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

1. Nafn? Anna Lára

2. Aldur? 19 ára   

3. Hjúskaparstaða? Föstu   

4. Uppeldisfélag? Keflavík   

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Deildarmeistarar  

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Örugglega þegar Agnes María sló boltanum í andlitið á mér í miðjum leik.  

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Jana Fals 

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Úff, held að það sé Daniela Wallen.   

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Þarf að gera allt eins á keppnisdögum.   

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Úúff alltof margir en myndi segja Bubbi og Bríet.  

11. Uppáhalds drykkur? Vatn   

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Er með þrjá, Jón Guðmunds, Kristjana Jóns og Hörður Axel.  

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Ólöf Rún  

14. Í hvað skóm spilar þú? Sabrina og Lebron.  

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Auðvitað Keflavík  

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? San Antonio og Oklahoma.  

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron   

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Emelía Ósk  

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég sef í sokkum.  

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spil og drill æfingar.

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi.   

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Lovísu , Heklu og Agnesi Maríu.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist með öðrum en mest fótbolta og handbolta. 

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Aldrei segja aldrei, en Tindastól.

Fréttir
- Auglýsing -