spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkotklukkan: Almar Orri Kristinsson

Skotklukkan: Almar Orri Kristinsson

Þá er skotklukkan komin að Almari Orra Kristinssyni. Almar Orri er 18 ára leikmaður Skallagríms, en þar leikur hann stórt hlutverk með liðinu sem freistar þess að komast upp úr fyrstu deildinni eftir að hafa þurft að lúta í lægra haldi gegn Hamri í úrslitum deildarinnar á síðasta tímabili.

1. Nafn? Almar Orri Kristinsson

2. Aldur? 18 Ára

3. Hjúskaparstaða? Ég á kærustu.

4. Uppeldisfélag? Skallagrímur

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Þegar ég svoleiðs tróð yfir Kristján Fannar Ingólfsson.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Á eftir að upplifa það.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Tómas Valur Þrastarson.

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Keith Jordan jr.

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei sem betur fer ekki.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Á engann uppáhalds en hlusta mikið á Ásgeir Trausta og Kaleo.

11. Uppáhalds drykkur? Vatnið góða.

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Hef verið með marga góða en hugsa ég hafi lært mest af Manuel Rodriguez.

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Milorad Sedlarević!

14. Í hvað skóm spilar þú? KD 3! 

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Aðalvík!

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Ég er ekki með eitthvað ákveðið lið, fylgist vandræðilega lítið með NBA.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Sigtryggur Arnar Björnsson

19. Sturluð staðreynd um þig? Hef aldrei soðið kartöflur.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5v5

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir hvað hin liðin eru að gera.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Óðinn Freyr, Marinó Þór og Kristján Sigurbjörn Sveinsson!

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei voða lítið, kannski fótbolta með öðru auganu

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Móðir mín kenndi mér það að maður á aldrei að segja aldrei.

Fréttir
- Auglýsing -