Sjöunda umferðin í Bónus deild karla lauk í kvöld með tveimur leikjum, annar þessara leikja var í N1 höllinni þegar heimamenn í Val fengu Álftanes í heimsókn.
Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta, en síðan settu heimamenn í lás og náðu góðri forystu í 3. leikhluta og héldu því út leikinn og unnu sanngjarnan sigur, 92-80.
Karfan spjallaði við Kjartan Atla Kjartansson þjálfara Álftaness eftir leik í N1 höllinni.



