spot_img
HomeBikarkeppniSkotið á KR, Dag B. Eggertsson og svifrykið í Reykjavík í nýju...

Skotið á KR, Dag B. Eggertsson og svifrykið í Reykjavík í nýju stuðningsmannalagi Hattar

Komandi miðvikudag munu undanúrslit VÍS bikarkeppni karla fara fram þar sem að bikarmeistarar Stjörnunnar mætast annars vegar og hinsvegar Höttur og Valur.

Nýliðar Hattar í Subway deild karla hafa gert gífurlega vel þetta tímabilið í deildinni, sem og eru þeir í fyrsta skipti komnir í þessi undanúrslit bikarkeppninnar. Eðlilega eru stuðningsmenn liðsins gífurlega peppaðir fyrir þessum undanúrslitaleik og liðinu sem leyfir þeim að dreyma um fyrsta stóra titil í sögu félagsins, sem nú er í aðeins 80 mínútna fjarlægð.

Hér fyrir neðan má sjá texta og upptöku sem félagið sendi frá sér fyrir tilefnið, sem samið er við lag Sóldaggar, Svört Sól, þar sem meðal annars er skotið á yfirvofandi fall KR úr Subway deildinni, svifryk í Reykjavík og borgarstjórann Dag B. Eggertsson.

Fréttir
- Auglýsing -