spot_img
HomeFréttirSkoraði 74 stig í einum leik

Skoraði 74 stig í einum leik

23:30
{mosimage}
(Demetric Shaw fyrrum leikmaður Hauka)

Það muna einhverjir eftir Demetric Shaw fyrrum leikmanni Hauka. Shaw spilaði 6 leiki fyrir Haukaliðið seinnihluta 2004-2005 tímabilsins og gerði í þessum leikjum 24,8 stig, 8,5 fráköst og 5 stoðsendingar.

Eftir að hafa spilað í Líbanon, Qatar, Ástralíu, Venasúela, Kólumbíu, Íslandi, Póllandi, Chile, Argentínu og Svíþjóð endaði hann í Mexíkó þar sem hann spilaði fyrir Halcones Xalapa í LNBP deildinni. Það sem gerir Demetric merkilegan er að hann skoraði 74 stig í einum leik og setti þar með FIBA met fyrir flest stig skoruðu í einum leik. Demetric var búinn að skora 50 stig í hálfleik og hafði fram að því aðeins klikkað úr þrem skotum. Hann skoraði 13 tveggjastiga körfur, 13 þriggjastiga körfur og setti niður 9 víti í leiknum og setti í leiðinni þrjú deildarmet.

{mosimage}
(Demetric og Sævar Ingi Haraldsson fyrrum leikmaður Hauka)

Demetric sem er 29 ára er enn að eltast við NBA drauma og var umboðsmaður hans kominn í símann strax næsta dag. „Flestir myndu segja að það væri ekki séns að komast í NBA 30 ára gamall en í alvöru talað þá verð ég líklegast sá eini sem verð ekki hissa þegar það gerist. Ég hef ekki þessa náttúrulegu hæfileika en í gegnum árin hef ég byggt upp ákveðið orðspor og vonandi í rétta átt sem gerir það að verkum að allt sem ég hef lagt í íþróttina í bland við þá hæfileika sem ég fékk í guðsgjöf komi á endanum til með að fleyta mér að því markmiði sem ég hef haft alla tíð.” sagði Shaw í blaðaviðtali eftir leikinn.

Þessi afrek Demetric Shaw fóru ekki fram hjá NBA liðum og var umboðsmaður hans í sambandi við lið á borð við Detroit Pistons, Boston Celtics og Memphis Grizzlies ásamt fleirum.

Svo er bara að sjá hvort draumur Demetrics um að komast í NBA deildina verði að veruleika í sumar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -