spot_img
HomeFréttirSkór á 15 dollara

Skór á 15 dollara

dStephon Marbury, bakvörður New York Knicks hefur sett á markað nýja körfuknattleiks skó. Margir hugsa með sér að þessi markaður sé vel mettur og að ein ný tegund af skóm eigi aldrei eftir að virka. En þessi tegund er þó aðeins ódýrari en þær sem fyrir eru. Þarna erum við að tala um skó á 15 dollara.

"Þeir eru bara mjög þægilegir" sagði Mylique Owens, 13 ára stúlka í New York eftir að hafa fengið að prófa eitt par. Markmið Marbury er að allir þeir sem vilja geti keypt sér góða skó fyrir körfuboltann. "Það hafa ekki allir efni á skóm sem kosta hátt í 100 dollara" lét Marbury hafa eftir sér.

Air Jordan merkið ber höfuð og herðar yfir öll merki í þessum iðnaði, en þeir skór geta kostað allt upp í 180 dollara.

Starbury Ones eins og þeir eru kallaðir eru framleiddir í Kína og notuð eru nákvæmlega sömu efni og eru notuð í skó frá samkeppnisaðilanum. Marbury mun svo leika í þessum sömu skóm með liði sínu í vetur í NBA.

Fréttir
- Auglýsing -