Skjárinn býður lesendum Karfan.is Sportpakkann þeim að kostnaðarlaustu fram til 12. apríl næstkomandi. Um er að ræða kynningaráskrift sem íþróttaunnendur ættu alls ekki að láta framhjá sér fara.
Sportpakkinn inniheldur SkjárSport, Eurosport 1, Eurosport 2, Motors TV, Edge, Extreme Sports Channel, Sky News og Ginx.
Sem dæmi má nefna fyrir körfuknattleiksáhugafólk þá er „The Euroleague Basketball Show“ á dagskrá Eurosport 2 í kvöld kl. 19:15 þar sem farið er yfir allt það helsta úr Euroleague og Eurocup.



