12:38
{mosimage}
(Henry Birgir er rétt eins og íþróttadeild RÚV, mikill handboltaunnandi)
Formenn Körfuknattleiksdeilda KR og Grindavíkur mætast hvar annars staðar en í Skjálfanda í dag hjá Henry Birgi Gunnarssyni á slaginu 13:00 á X-inu 9,77. Hægt er að hlusta á þáttinn á heimsíðu X-ins http://xid977.is
Þeir Böðvar Guðjónsson formaður KR og Óli Björn Björgvinsson formaður UMFG hafa verið að munnhöggvast undanfarið og vel til þess fallnir til að kynda rækilega upp í kolunum fyrir kvöldið enda ekkert annað en skyldumæting í Vesturbæinn þegar toppliðin eigast við.
Mörgum spurningum er ósvarað. Geta KR stöðvað Pál Axel sem er bara búinn að vera í bullinu og hafa Grindvíkingar eitthvað að gera í KR sem hafa verið nánast að leika sér að andstæðingunum í upphafi móts og minnisstætt þegar þeir, eins og fram kom í Fréttablaðinu, hlógu sig í gegnum nýliða Breiðabliks.
Það ætti enginn að láta sig vanta í DHL-Höllina í kvöld og gott að byrja daginn með nokkrum kyndingum í Skjálfanda hjá Henry.



