spot_img
HomeFréttirSkítt með leikinn og allt hitt

Skítt með leikinn og allt hitt

Síðastliðið mánudagskvöld fór fram besti leikur tímabilsins í Domino´s deild karla. Þarna vantaði ekki neitt fyrir áhugafólk um íslenska boltann. Sigurkarfan kom þegar minna en tíu sekúndur voru eftir af leiknum frammi fyrir þéttsetnum áhorfendabekkjum og allt fjörið í þokkabót í beinni.
 
 
Fyrir leik og á meðan á leik stóð var Pálmar Ragnarsson þjálfari hjá yngri flokkum KR mættur með iðkendur sína og gaf þeim, sem oft áður, færi á því að njóta sviðsljóssins með því að fylgja sínum hetjum út á völlinn í DHL-Höllinni.
 
Rétt fyrir uppkast mætti DHL-dressaður kappi að nafni Axel Óskarsson með leikboltann í kassa frá DHL og afhenti Sigmundi Má Herbertssyni boltann, markaðsbrella og það virkilega skemmtileg.
 
Pavel með þrennu og eftir að Craion var blokkaður í tvígang af Watt þá kveikti Craion á skrímslahamnum og sýndi að hann er besti leikmaður deildarinnar og hann virðist einn um að vera sinn helsti andstæðingur.
 
Í lokin kom upp skemmtileg mynd hjá okkur á Karfan.is sem gat af sér frétt sem bar fyrirsögnina „Hvar er Magni?“
 
Svona mætti lengi telja með fjörið en það sem ómaði út í kosmósið eftir leik var olnbogaskot. Skítt með leikinn og allt hitt, dveljum aðeins við þetta olnbogaskot.
 
Jón Björn
Ritstjóri Karfan.is 
Fréttir
- Auglýsing -