spot_img
HomeFréttirSkipt um dómara í miðjum leik

Skipt um dómara í miðjum leik

21:15

{mosimage}

Sá einstæði atburður átti sér leik Hauka og KR í IcelandExpress deild karla nú í kvöld að skipta þurfti um dómara í miðjum leik. Jón Guðmundsson annar  dómarar leiksins kenndi sér meins í hásin mjög snemma í leiknum og fékk aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara KR en um miðjan þriðja leikhluta gat hann ekki meira og var leikurinn stoppaður.

Gunnar Freyr Steinsson dómaranefndarmeðlimur var á staðnum og hóf að leita að dómara til að leysa Jón af og náði sambandi við Jóhann Guðmundsson sem staddur var í Seljaskóla að horfa á leik ÍR og Snæfells. Hann brást fljótt við kallinu og var tafðist leikurinn um tæpar 20 mínútúr.

[email protected]

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -