spot_img
HomeFréttirSkin og skúrir hjá Boston

Skin og skúrir hjá Boston

10:52
{mosimage}

(Meistarar Boston með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu)

NBA deildin hefur gefið út 10 leikja bann á leikmanninn Darius Miles leikmann meistara Boston Celtics sökum lyfjamisnotkunar. Miles tekur út bannið launalaust en það hefst strax í fyrsta leik NBA deildarinnar. Á heimasíðu NBA kemur fram að fundist hafi í Miles efni sem er náskylt amfetamíni og af þeim sökum var Miles dæmdur í bann. 

Dökkur dagur hjá Miles síðasta föstudag en þann sama dag var bjart yfir Boston félaginu þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti tók á móti liðinu í Hvíta Húsinu í Washington. Það tíðkast jafnan hjá bandarískum atvinnumannaliðum að fá boð í Hvíta Húsið þegar liðin vinna til stórtitla. Við þetta tækifæri á föstudag tilkynntu forsvarsmenn Celtics að þeir myndu gefa Rauða Krossinum 100.000$ til styrktar vinnu þeirra í þágu fórnarlamba fellibylsins Ike.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -