spot_img
HomeFréttirSkilvirkustu tístarar kvennaboltans

Skilvirkustu tístarar kvennaboltans

Twitter er íþróttasamfélag á Íslandi, ekki sennilegt að nokkur maður fái kransæðastíflu við þessa fullyrðingu. Karlmenn virðast þar vera í yfirgnæfandi meirihluta en konurnar gera reglulega vart við sig, að minnsta kosti þær sem reima á sig körfuboltaskó. Hér að neðan fer Karfan.is yfir nokkra öfluga tístara í Domin´s deild kvenna:
 
 

Lovísa Falsdóttir – @falsdottir

Með hvorki fleiri né færri en 346 fylgjendur á @falsdottir fer þessi ungi bakvörður Keflvíkinga oft mikinn á Twitter. Beitt, skemmtileg og oftar en ekki er körfubolti umfjöllunarefnið.
 
Helga Einarsdóttir – @HelgaEinarsd
Hinn meiddi fyrirliði KR kallar ekki allt ömmu sína og með 169 fylgjendur á Twitter eru það oftar en ekki íþróttir sem eru í brennideplinum og eins og góðri dreifbýlistúttu sæmir hefur hún áhuga á þeim flestum ef marka má tístin hennar.
 
Margrét Ósk Einarsdóttir – @Maggaosk
Valsarinn ungi sem fyrst vakti athygli á sér fyrir öfluga frammistöðu utan við þriggja stiga línuna í yngri flokkum Vals er með 86 fylgisveina á Twitter og er körfubolti oftar en ekki meginþemað hjá þessari í 105 Reykjavík.
 
Anna María Ævarsdóttir – @annaaevars
Suðurnesjamær sem leikur með KR og toppar listann með 589 fylgispaka á Twitter. Hér kennir ýmissa grasa og auðvitað er körfuboltinn með þarna í umræðunni.
 
Helena Sverrisdóttir – HelenaSverris
Atvinnutístari ef svo má að orði komast, amk atvinnumaður í körfubolta og tístir í dag alla leið frá Ungverjalandi. Virk í körfuboltaumræðunni og ófeimin við að veita okkur hinum innsýn í líf atvinnumannanna og 475 fylgispakir.
 
Þær eru fleiri þarna úti en þessar líta ekki dag án þess að stimpla sig inn á Twitter svo þar hafið þið það.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -