spot_img
HomeFréttirSkilur ekki mikið í staðarblöðunum

Skilur ekki mikið í staðarblöðunum

16:11 

{mosimage}

 

 

Logi Gunnarsson hefur átt góðri lukku að stýra í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur en hann er þrettándi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 17,3 stig að meðaltali í leik. Logi er einnig með flestar skoraðar þriggja stiga körfur í deildinni en hann gerir 3,1 að meðaltali í hverjum leik. Úrslitakeppnin er hafin í Finnlandi þar sem lið Loga, ToPo Helsinki, mætir Namika Lahti. Liðin mættust í fyrsta leik á þriðjudagskvöld þar sem Lahti hafði betur 67-74 á heimavelli ToPo sem er með heimavallarréttinn í þessari fyrstu umferð. Víkurfréttir náðu tali af Loga og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar.

 

Þið mætið Namika Lahti í fyrstu umferð. Hvernig hefur ykkur gengið  með þá í vetur?

Okkur hefur gengið vel með þá í vetur og unnið 3 af 4  leikjum gegn þeim. Þannig að það leggst bara vel í mig þetta einvígi.

 

Hvernig gengi eru fjölmiðlar í Finnlandi að spá ykkur?

Ég skil nú ekki mikið í blöðunum hérna en ég held nú að okkur séð spáð góðu gengi vegna þess hversu vel við kláruðum tímabilið.

 

Hvað mun ráða úrslitum í rimmuninni gegn Lahti, hvernig eru liðin  lík eða ólík í boltanum?

Þeir eru kannski ekki með eins góða einstaklinga en við en þeir spila vel saman og lifa á því að berjast eins og ljón. Ef við spilum okkar vörn gegn þeim eins og við erum vanir ættum við að geta unnið þá en það verður ekki létt.

 

Ertu kominn aftur í byrjunarliðið eða notaður sem 6. maður?

Eftir að ég kom aftur úr meiðslunum kom ég af bekknum sem sjötti maður og okkur hefur gengið svo vel síðan, við höfum unnið 10 af síðustu 11 leikjum í deildinni. Á meðan við 

vinnum höldum við þessari uppsetningu.

 

Hvað megið þið búast við mörgum áhorfendum hjá ykkur á heimaleikjum?

Ef það er fullt hús þá held ég að við fáum í kringum 3000 og þannig verður það í úrslitakeppninni. Ef við komumst langt í keppninni þá færum við okkur kannski yfir í 

íshokkíhöll sem tekur 7000 áhorfendur og hún ætti að fyllast.

 

Hefur ToPo burði til þess að landa stóra titlinum?

Já ég held það, við sýndum það í síðustu 3 leikjunum þegar við unnum topp 3 liðin mjög stórt.

 

Næsti leikur ToPo gegn Lahti er á morgun, föstudag, þar sem Logi og félagar þurfa nauðsynlega á sigri að halda.

 

www.vf.is  

Fréttir
- Auglýsing -