spot_img
HomeFréttirSkiles hefur samþykkt að taka við Milwaukee

Skiles hefur samþykkt að taka við Milwaukee

18:00
{mosimage}

 

(Scott Skiles) 

 

Fyrrum leikmaðurinn og nú þjálfarinn Scott Skiles hefur gert munnlegt samkomulag við forráðamenn Milwaukee Bucks um að taka við þjálfun liðsins. Búist var við því Vestanhafs að Skiles myndi taka við New York Knicks en annað hljóð virðist vera komið í málið. Milwaukee Bucks ráku Larry Krystowiak sem þjálfara á fimmtudag í síðustu viku en undir hans stjórn luku Bucks leiktíðinni 25-56.

 

Forsvarsmenn Bucks vilja ekki gefa upp opinberlega við hvaða þjálfara þeir eru að ræða en Skiles er sterklega orðaður við félagið. Skiles var rekinn úr starfi sem þjálfari Chicago Bulls í desember 2007. Hann vann 165 leiki með Bulls en tapaði 172. Scott Skiles var ,,draftaður” til Bulls sem leikmaður árið 1986 og lék hann samtals í 10 ár í deildinni.

 

[email protected]

 

Mynd: www.halfcourt.info

Fréttir
- Auglýsing -