spot_img
HomeFréttirSkemmtilegur leikur í Hellinum

Skemmtilegur leikur í Hellinum

ÍR tók á móti Haukum í gær í IE-deildinni. Hafnfirðingar fóru með sigur af hólmi í annars stórfínum körfuboltaleik sem hafði uppá helling að bjóða og halda Haukar enn í vonina um að spila meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.
Haukar voru hressir straks í upphafi leiks og byrjuðu leikinn með afar góða skotnýtingu og vel stillta vörn. Að sama skapi voru ÍR-ingar ekki að setja sín opnuskot niður og boltinn svona oftar að detta með Haukamönnum. Í lok fyrri hálfleiks tóku ÍR-ingar smá við sér og minnkuðu muninn i þrjú stig fyrir hálfleik, 46-49, en Haukar höfðu leidd leikinn með þetta 6-12 stiga mun.
 
Í seinni hálfleik voru það aftur á móti ÍR-ingar sem mættu hressari til leiks, komust yfir strax á upphafs mínútunum og voru að nýta skot sín mun betur. Hann var heldur jafn og spennandi seinni hálfleikurinn þar sem Haukar náðu loks um miðjan fjórða leikhluta að koma sér aftur yfir. Þeir náðu að halda þeim mun allt til enda en leikurinn var spennanndi alveg til loka flautið gall en fimm stiga sigur Hauka varð á endanum staðreyndin 87-92..
 
Haukar eru nú fjórum stigum á eftir ÍR og Fjölni og á innbyrðis viðureignina á bæði liðin. Þannig dugar Haukum að jafna annað hvort liðið að stigum til að bjarga sæti sínu í deildinni. Haukar halda því enn í þá von um að halda sæti sínu en til þess verða þeir að vinna þá leiki sem að eftir eru og treysta á hagstæð úrslit í seinustu tveimur umferðum deildarinnar.
 
ÍR-Haukar 87-92 (19-26, 27-23, 19-17, 22-26)
 
ÍR: Robert Jarvis 26/5 fráköst, Rodney Alexander 21/11 fráköst, Nemanja Sovic 17, Ellert Arnarson 8/5 stoðsendingar, Kristinn Jónasson 6/7 fráköst, Níels Dungal 6/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 3/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 0, Friðrik Hjálmarsson 0, Þorvaldur Hauksson 0.
 
Haukar: Christopher Smith 25/9 fráköst/4 varin skot, Emil Barja 19/9 fráköst, Alik Joseph-Pauline 15/10 fráköst/7 stoðsendingar, Chavis Lamontz Holmes 12/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 9, Haukur Óskarsson 5, Guðmundur Kári Sævarsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Örn Sigurðarson 2, Alex Óli Ívarsson 0, Steinar Aronsson 0, Andri Freysson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson
 
 
 
Umfjöllun: SMH og [email protected]
 
Fréttir
- Auglýsing -