Íslenska karlalandsliðið mátti áðan sætta sig við 88-61 skell gegn Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum þar í landi. Hálfleikstölur voru 35-36 fyrir heimamenn sem síðan stungu af í síðari hálfleik og unnu m.a. fjórða leikhluta 28-7!
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og 5 fráköst en næstur honum var Jóhann Árni Ólafsson með 12 stig og 3 fráköst.
Axel Kárason fyrirliði íslenska liðsins hafði þetta að segja eftir leikinn „við byrjuðum af krafti og hittum mjög vel, við náðum samt ekki að nýta okkur það nógu vel í vörninni. Við vorum vel inní leiknum í byrjun seinni hálfleik en við þreyttum okkur svo sjálfir með því að gera erfiða hluti, Lúxemborg gengu bara á lagið og og því miðurinn fjaraði leikurinn bara út ef segja má svo. Í byrjun fjórða leikhluta létum við ýmsa hluti fara of mikið í taugaranr á okkur og munurinn í lokinn var óþarflega mikll“
Mynd/ Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.