spot_img
HomeFréttirSkelfileg hittni og sárt tap - TCU úr leik í úrslitakeppninni

Skelfileg hittni og sárt tap – TCU úr leik í úrslitakeppninni

 
 
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu 57-69 fyrir Utah í undanúrslitum Mountain West deildarinnar í nótt og deildarmeistararnir komust því ekki í úrslitaleikinn þar sem Utah mætir San Diego State. www.visir.is greindi frá í gær.
Utah skoraði 18 stig fyrstu stig seinni hálfleiksins og komst þá 23 stigum yfir 47-24. TCU náði aldrei að grafa sig upp úr þeirri holu og varð því enn eitt árið að sætta sig við svekkjandi tap í úrslitakeppninni í Las Vegas.
 
TCU fær að vita það á mánudaginn hvort liðið verði með í NCAA-úrslitakeppninni en þetta tap var ekki að auka líkurnar á að liðið komist að í þetta skiptið.
 
Fréttir
- Auglýsing -