spot_img
HomeFréttirSkarphéðinn Ingason nefbrotinn

Skarphéðinn Ingason nefbrotinn

6:55

{mosimage}

Skarphéðinn Freyr nefbrotnaði á æfingu síðastliðinn sunnudag og lék með spelku gegn ÍR á fimmtudag.  Hann fór í smávægilega aðgerð í gær föstudag og verður ekki með gegn Njarðvík á mánudag.

Skarphéðinn Freyr mun ekki leika gegn Njarðvík í toppslagnum í Iceland Expressdeildinni, en leikurinn fer fram á mánudag í Njarðvík.  Skarphéðinn Freyr brotnaði í samstuði við Ellert hörkukall Arnarson og lék með spelku gegn ÍR-ingum á fimmtudag.  Það var svo brotið upp og lagað á föstudag og verður Skarphéðinn því frá í einhvern tíma, hann ætlar sér hinsvegar að leika gegn sínum gömlu félögum úr Hamar/Selfoss á föstudag, en það verður að koma í ljós.

 

Við vonumst til að Skarphéðinn Freyr komist sem fyrst á ról og að hann verði kominn á fulla ferð fyrir úrslitakeppnina sem hefst 15. mars.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -