spot_img
HomeFréttirSkarphéðinn F. Ingason: Þetta er engan veginn búið.

Skarphéðinn F. Ingason: Þetta er engan veginn búið.

22:43

{mosimage}

Skarphéðinn F. Ingason átti mjög góða innkomu í KR-liðinu í dag og barðist hetjulega inn á vellinum og var með 6 stig, 4 fráköst og 3 stolna á 19 mínútum. Karfan.is talaði við Skarphéðinn eftir leikinn og bað hann um að segja nokkur orð um leikinn.

Þetta er það sama og gerðist í fyrra skulum við vona. Þetta er engan veginn búið, það er alveg ljóst. Við verðum að berja miklu betur frá okkur, við vorum bara góðir við þá í fyrri hálfleik. Við komum brjálaðir í næsta leik og það verður ekkert svona 85 stiga gjöf.

Hvað þurfið þið að gera svo þið vinnið í Seljaskóla í næsta leik?

Við verðum að byrja strax, við höfum ekki verið að byrja nógu vel, ekki nógu mikill kraftur í okkur í byrjun. Svo lendum við í smá eltingaleik og við ætlum ekki að vera að elta þá í næsta leik , við verðum bara að byrja miklu harðari frá fyrstu mínútu.

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -