spot_img
HomeFréttirSkallarnir lagðir af stað!

Skallarnir lagðir af stað!

15:14
{mosimage}

 

(Kemst þó hægt fari) 

 

Annað kvöld fara fram tveir oddaleikir í 8-liða úrslitum í Iceland Express deild karla og Borgnesingar eru þegar lagðir af stað til Grindavíkur ef svo má að orði komast.

 

(Frétt af www.skessuhorn.is )

 

Liðsmenn Skallagríms brugðu út af vanum í gærkvöldi og tóku nokkur kylfuhögg á golfvellinum á Hamri til að efla liðsandann. Þeir brugðu jafnframt á leik og prufukeyrðu eðal Zetor dráttarvél á Hamri sem Jón Finnsson vallarstarfsmaður hefur málum í Skalllagrímslitunum með merki félagsins.

 

,,Við sveitamennirnir förum á traktornum héðan úr fjósinu í kvöld, það er ekki spurning, áleiðis til Grindavíkur. Við verðum vonandi komnir í tæka tíð fyrir fimmtudagskvöldið,” sögðu þeir hressir í bragði. Þeir sögðust vera bjartsýnir á leikinn en sögðu það lykilatriði að heimamenn úr Borgarfirði fjölmenntu til Grindavíkur og hvettu þá til dáða.

 

Karfan.is náði svo tali af Svani Steinarssyni ljósmyndara í Borgarnesi sem sagði stemmninguna í bænum mikla fyrir fimmtudagskvöldinu og bjóst hann við að allir bæjarbúar væru á leið sinni til Grindavíkur.

 

Þess má geta að sætaferðir verða úr Borgarnesi á leikinn í Röstinni og lagt verður af stað frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 16:45.

 

Mynd: Svanur Steinarsson

Hluti úr frétt: www.skessuhorn.is

Fréttir
- Auglýsing -