spot_img
HomeFréttirSkallagrímur vann H/S

Skallagrímur vann H/S

02:24

{mosimage}

Skallagrímsmenn unnu góðan sigur á baráttuglöðu liði Hamars/Selfoss íkvöld. Lokatölur voru 84-65 fyrir Borgnesinga en þær tölur gefa því miðurekki alveg rétta mynd af leiknum. Sunnlendingar byrjuðu leikinn af kraftiog allt virtist stefna í það að þeir mynd stinga steinsofandi Borgnesingaaf í fyrsta leikhluta. Eitthvað virtist heimkoma George Byrd sitja íSkallagrímsmönnum en eins og glöggir menn hafa tekið eftir hefur kappinnsamið við Hamar/Selfoss og lék sinn fyrsta leik með þeim í kvöld. Byrdhefur engu gleymt í sumarfríinu og var illviðráðanlegur inni í teignum, ogef ekki hefði verið fyrir Pálma Þór Sævarsson í vörn Borgnesinga hefði getað farið verr.

Heimamenn byrjuðu leikinn vægast sagt illa og setti George Byrd straxtóninn fyrir gestina með öruggri körfu eftir klassíska pósthreyfingu,aðeins að minna á sig kallinn. Hamarsmenn voru allsráðandi í fjórðungnumog var það helst Pálmi Þór Sævarsson sem gerði eitthvað að viti í liðiheimamanna en hann var að dekka fantavörn á stórvin sinn George Byrd.Lárus Jónsson og Svavar Pálsson voru einnig að spila vel í liðiHamars/Selfoss og þrátt fyrir fína spretti í sókninni hjá DimitarKaradzovski og Darrel Flake voru Borgnesingar undir í hálfleik 34-44.

{mosimage}

Eitthvað hefur Valur Ingimundarson látð menn finna fyrir tevatninu ogjafnvel munnvatniu í hálfleik því Skallagrímsmenn komu tvíelfdir til leiksog hreinlega pökkuðu Hamarsmönnum saman með frábærum sóknarleik og góðumvarnarleik. Í sókninni var Hafþór Ingi Gunnarsson og Dimitar Karadzovskiað spila eins og englar, og Sveinn Blöndal kom sterkur inn eftir að PálmiÞór meiddist illa á fæti. Ekki er vitað hversu lengi Pálmi verður frá enmiðað við frammistöðu hans í kvöld verður erfitt að horfa á eftir honum í meiðsli. Pétur og Darrel Flake tóku sig einnig á í seinni hálfleik og 4.leikhluti var í raun aðeins formsatriði fyrir Borgnesinga að klára.

Hjá Hamarsmönnum var George Byrd drjúgur, þ.e.a.s. þegar hann fékkboltann. Hann var mjög þreytulegur að sjá enda nýstiginn á klakann, þráttfyrir það var hann sínum gömlu félögum erfiður. Svavar Pálsson og Lárus Jónsson áttu einnig fína spretti.

Dimitar Karadzovski sýndi Borgnesingum langþráð tilþrif í sóknarleiknum,sem og Hafþór Ingi Gunnarsson sem raðaði niður þristunum í 3. leikhluta.Darrel Flake var að vanda drjúgur en Jovan Zdravevski átti eflaust sinnversta leik á ferlinum í kvöld. Jovan, sem venjulega skilar góðum leik varekki með hausinn á herðunum í kvöld og er vonandi að hann hristi af sérslenið fyrir næsta leik. Sveinn Blöndal átti einnig mjög góða innkomu afbekknum, og Pétur Már setti sín stig eins og alltaf.

{mosimage}

Það er vissulega gleðiefni fyrir Skallagrímsmenn að geta rifið sig uppúrjafn slæmri byrjun og unnið leikinn með Jovan í kaffipásu og liðið aðspila illa í fyrri hálfleik.

Maður leiksins er þó án efa Pálmi Þór Sævarsson sem skilaði ómetanleguvarnarhlutverki í kvöld og rétt er að vona fyrir Borgnesinga að kappinnharki af sér meiðslin sem hann varð fyrir í kvöld.

Texti: Guðmundur Þorbjörnsson
Myndir: Svanur Steinarson
 

Fréttir
- Auglýsing -