spot_img
HomeFréttirSkallagrímur tryggði oddaleikinn

Skallagrímur tryggði oddaleikinn

Jovan og Paxel í fyrri leik liðannaGrindvíkingar fóru illa að ráði sýnu í kvöld þegar þeir töpuðu gegn leikglöðu liði Skallagríms. 80-87 var lokastaða leiksins og fyllilega verðskuldaður sigur gestanna sem voru miklu viljugari og hungraðari í sigur. Besti leikmaður gestanna var Darrel Flake og virðast Grindvíkingar eiga í miklum vandræðum með þennan ekki ýkja háa miðherja Skallagrímsmanna. Hjá Grindavík var Jonathan Griffin nokkuð "solid" og Þorleifur Ólafsson hélt liðinu á floti í lok leiks. Hinsvegar hafa Grindvíkingar líklega nú þegar kallað út björgunarsveitirnar í leit af Páli Axeli Vilbergssyni sem varla sást í leiknum.Hins vegar verður að hrósa Axeli Kárasyni fyrir frábæran varnarleik á Páli Axel.  Meira síðar….

Fréttir
- Auglýsing -