11:00
{mosimage}
Einn leikur fer fram í Iceland Express deild karla í dag þegar Íslandsmeistarar KR fara í Borgarnes og mæta þar heimamönnum í Skallagrím. Þetta er í fyrsta skipti sem Jovan Zdravevski mætir í Borgarnes eftir að hafa leikið þar við góðan orðstír í þrjú ár.
KR er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig en Skallagrímur í því fimmta með 10 stig.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig jólasteikin leggst í menn í Borgarnesi í dag en leikurinn hefst kl 16.
Mynd: [email protected]



