spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSkallagrímur sigraði Norðurálsmótið

Skallagrímur sigraði Norðurálsmótið

Norðurálsmót Skallagríms er haldið í Borgarnesi í dag og á morgun. Um er að ræða svokallað hraðmót þar sem fjögur lið mættu til leiks, ásamt heimakonum mætti lið Fjölnis, ÍR og Snæfells úr Stykkishólmi.

Líkt og við greindum frá á föstudag unnu Borgnesingar og Hólmarar sína leiki þann daginn en mótinu lauk í gær með fjórum leikjum. Svo fór að Skallagrímur og Snæfell léku hreinan úrslitaleik í síðasta leik mótsins.
Skallagrímur vann Fjölni með átján stigum og tókst þar með að hefna fyrir tap gegn 1. deildar liðinu nokkrum dögum áður. Shequilla Joseph og Bryesha Blair voru sterkar í liði Skallagríms. Snæfell vann öruggan sigur á ÍR en Gunnhildur Gunnarsdóttir og Rebekka Rán voru í aðalhlutverki í þeim leik.
Í síðustu leikjum mótsins vann Fjölnir-ÍR í leik um þriðja sæti mótsins þar sem Lexi Petersen fór mikinn í liði Fjölnis. Skallagrímur vann svo síðasta leik mótsins og tryggði sér þar með sigur á mótinu.

Úrslit gærdagsins á Norðurálsmótinu: 

Skallagrímur 68–50 Fjölnir
ÍR 20-65 Snæfell

ÍR 30–67 Fjölnir
Skallagrímur 56–50 Snæfell

 

Fréttir
- Auglýsing -