spot_img
HomeFréttirSkallagrímur semur við heimamenn

Skallagrímur semur við heimamenn

Borgnesingar safna þessa dagana liði fyrir átökin í 1.deild karla á næsta tímabili. Liðið sem lék í Dominos deildinni á síðasta tímabili féll með 14 stig og þarf því að spila í 1. deild að ári. 

 

Liðið lítur út fyrir að halda sama kjarna af leikmönnum og á síðasta tímabili. Ljóst er að byggt er upp á ungum heimamönnum sem hafa flestir endurnýjað samninga sína við liðið. Í vikunni sömdu þeir Atli Steinar Ingason, Kristján Örn Ómarsson og Kristófer Már Gíslason við félagið um að leika með því á næsta tímabili. 

 

Kristófer Gíslason var mikilvægur fyrir liðið þegar það tryggði sér upp í efstu deild fyrir tveimur árum og átti ótrúlega frammistöðu í úrslitaeinvíginu gegn Fjölni. Hann var með 3,1 stig og 3,4 fráköst að meðaltali á 13 mínútum í Dominos deildinni. Kristján lék um fjórar mínútur að meðaltali í vetur en allir þrír hafa verið mikilvægir fyrir unglingaflokk liðsins. 

 

Fréttir
- Auglýsing -