spot_img
HomeFréttirSkallagrímur semur við Breta - Sigrún Sjöfn framlengir

Skallagrímur semur við Breta – Sigrún Sjöfn framlengir

Skallagrímur hefur samið við bresku körfuboltakonuna Charlotte Thomas-Rowe um að leika með félaginu í Domino’s deild kvenna á komandi tímabili.

Charlotte, sem er 24 ára gömul og leikur stöðu bakvarðar, lék skólaliði Grande Prairie Regional College (GPRC Wolves) í Alberta fylki í Kanada árið 2016 og hefur síðan leikið með félagsliðum á Ítalíu og í Danmörku. Síðasta tímabil lék hún með Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni.

Sigrún Sjöfn Ámundardóttir í leik með landsliðinu.

Skallagrímur hefur einnig framlengt samning sinn við Sigrúnu Sjöfn Ámundardóttur og mun hún því leika áfram í gulu og grænu í vetur. Á síðasta tímabili var hún með 10,8 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -