spot_img
HomeFréttirSkallagrímur semur við Andonov

Skallagrímur semur við Andonov

9:15

{mosimage}

Nú fara Skallagrímsmenn að starta Zetornum 

Skallagrímsmenn hafa nú samið við annan erlendan leikmann en eins og komið hefur fram hafa bæjarbúar safnað fyrir félagið. Nýji maðurinn heitir Miroslav Andonov og er 25 ára gamall Serbi.

Andonov er 196 cm bakvörður og sterkur í hraðaupphlaupum. Hann hefur leikið víðsvegar um Serbíu á ferlinum en einnig í Rúmeníu. Í Serbíu lék hann m.a. með Nikola Dzeverdanovic sem lék með Snæfell í haust.

Igor Beljanski nýráðinn þjálfari Skallagríms sagði við karfan.is að Andonov væri mjög góður „combo" bakvörður sem er öflugur í gegnumbrotum.

Hafsteinn Þórisson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms segir að von sé á kappanum á laugardag.

[email protected]

Mynd: Svanur Steinarsson

Fréttir
- Auglýsing -