spot_img
HomeFréttirSkallagrímur seig fram úr í lokin(Umfjöllun)

Skallagrímur seig fram úr í lokin(Umfjöllun)

06:30

{mosimage}
(Rósa Indriðadóttir er lykilmaður í Skallagrím)

Föstudaginn 4. janúar fór fram leikur Breiðabliks og Skallagríms í 1. deild kvenna. Skallagrímur fór með sigur af hólmi eftir mikla baráttu.

Blikar hófu leikinn þó mun betur og komust í 6-0. Skallagrímsstúlkur áttu erfitt með að koma boltanum ofan í körfuna og fyrstu stig þeirra komu ekki fyrr nokkuð var liðið á leikhlutann. Þegar leikhlutanum lauk voru Blikastúlkur yfir og staðan 17-12 þeim í vil.

Skallagrímsstúlkur komu mun ákveðnari til leiks í 2. leikhluta með Rósu Indriðadóttur í fararbroddi. Blikastúlkur virtust hins vegar ekki alveg vera með á nótunum og klúðruðu hverri sókninni á fætur annarri. Staðan var 23-23 og spennan í hámarki og aðeins nokkrar sekúndur eftir og Skallagrímsstúlkur með boltann. Sigríður Sigurðardóttir nær þá að skora 3 stiga körfu um leið og flautan gellur. Staðan í hálfleik var þá 23-26 fyrir Skallagrímsstúlkum.

{mosimage}

Þriðji leikhluti var nokkuð líkur 2. leikhluta en það var Skallagrímur sem smá náði forskoti og á sama tíma ekkert gekk hjá Blikastúlkum. Höfðu Borgnesingar þá 13 stiga forystu, 32-45, fyrir lokaleikhlutann og voru í góðri stöðu.

Blikastúlkur mættu grimmar í lokaleikhlutann og skoruðu fyrstu 7 stigin í leikhlutanum og náðu að saxa á forskot Skallagrímsstúlkna. Mikil barátta einkenndi leik beggja liða í fjórða leikhluta og munurinn varð minnstur 2 stig. Skallagrímsstúlkur náðu þó að síga fram úr í lokin og fóru með sigur af hólmi og lokatölur voru 48-61.

{mosimage}

Rósa Indriðadóttir var allt í öllu hjá Skallagrímsstúlkum bæði í vörn og sókn og skoraði hún 20 stig en næst henni var Kristín Markúsardóttir með 19 stig. Hjá Blikum var Gunnhildur Erna Theodórsdóttir stigahæst með 14 stig og Alexandra Herleifsdóttir með 11 stig.

Tölfræði leiksins

Texti: Gunnhildur Theodórsdóttir

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -