spot_img
HomeFréttirSkallagrímur neitaði að fara í sumarfrí

Skallagrímur neitaði að fara í sumarfrí

Í kvöld fór fram fjórði leikur Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum Dominosdeildar kvenna. Keflavík var 2-1 yfir í einvíginu og gátu þannig komist í úrslit með sigri í kvöld. Það var rafmögnuð stemmning í Fjósinu og ætluðu Skallagrímskonur að ná í oddaleikinn. 

 

Þróun leiks:

Skallagrímur byrjaði vel en Keflavík hengu samt í þeim. Staðan var 20-14 eftir fyrsta leikhlutann Skallagrím í vil. Keflavík byrjaði annan leikhluta vel en Skallagrímur var alltaf með yfirhöndina, 38-27 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var hörkuspennandi og komu Keflavíkurstúlkur með mikilli hörku inn í hann, staðan 50-43 Skallagrím í vil. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi en Skallagrímur missti aldrei takið á þessum leik og kláraði hann 77-68 sigur Skallagríms staðreynd og verður oddaleikur á fimmtudaginn í Keflavík þar sem verður mikill spennuleikur.

 

Kjarninn:

Skallagrímur spilaði hörkuvörn í leiknum og náði mikið af stolnum boltum. Þær náðu einnig mikið af fráköstum sérstaklega í sókn. Skallagrímur var einnig með góða nýtingu í 3ja stiga skotum sem var mikilvægur.

 

Besti leikmaðurinn:

Tavelyn Tillman var lang besti leikmaðurinn í þessum leik og bar hún þetta Skallagríms lið á herðum sér. Hún setti 36 stig og var með 3 fráköst. Hún sýndi það í þessum leik að þetta Skallagríms lið er alveg jafn líklegt að komast áfram í úrslitin og Keflavík.

 

Lokaorð:

Gríðarlega mikilvægur sigur Skallagríms í Borgarnesi í kvöld og þýðir það að það verður oddaleikur í Keflavík á fimmtudaginn. Það verður rosalegur leikur þar og verður spennandi að sjá hvernig hann muni fara.

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn Ragnarsson)

 

Staðan í undanúrslitaeinvígum Dominos deildar kvenna

 

Viðtöl eftir leik:

 

Sigrún Sjöfn: Vorum staðráðnar að ná í sigur

Sverrir Þór: Verðum að mæta með allt okkar besta á fimmtudaginn

 

Umfjöllun / Guðjón Gíslason 

Viðtöl / Snæþór Bjarki Jónsson

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson

 

Fréttir
- Auglýsing -