spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSkallagrímur með sigur á ÍR

Skallagrímur með sigur á ÍR

Liðin í efstu deilum landsins eru á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi átök. Nokkur fjöldi af æfingaleikjum eru í gangi og er spennandi að sjá hvernig liðin koma undan sumri.

Í Fjósinu tóku Borgnesingar á móti Breiðhyltingum í hörkuleik. Skallagrímur var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fór með ellefu stiga forystu í hálfleik 54-43. ÍR saxaði nokkuð á gula í seinni hálfleik en náði aldrei að komast fram yfir Skallagrím. Borgnesingar höfðu að lokum góðan sigur, 102-96 á ÍR.

Bæði lið mættu nánast með fullskipuð lið til leiks. Hjá ÍR var Matthías Orri með 21 stig og þá var Sigurður Gunnar Þorsteinsson  með frábæra tölfræðilínu: 18 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og fimm varin skot. Maden Pavlovic var með 15 stig og þá var Matthew McClain með 18 stig. McClain þessi mun ekki vera sá bandaríski leikmaður sem mun leika með ÍR í vetur. Heldur er kauði er samkvæmt heimildum Körfunnar á reynslu hjá liði ÍR en hann er búsettur hér á landi.

Aundre Jackson var með 28 stig fyrir lið Skallagríms í kvöld og þá var Eyjólfur Ásberg Halldórsson með 26 stig. Matej Bouvac var með 18 stig og Björgvin Hafþór með 12 stig.

Næsti æfingarleikur Skallagríms er á föstudaginn næsta í Þorlákshöfn gegn heimamönnum. ÍR-ingar verða á svipuðum slóðum í næsta æfingaleik sínum en þeir leika gegn Selfossi á laugardag.

Ert þú með úrslit úr æfingaleik? Endilega sendu okkur línu á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -