spot_img
HomeFréttirSkallagrímur með fullt hús stiga

Skallagrímur með fullt hús stiga

Skallagrímur tók á móti Fjölni í Borgarnesi í 1. deild kvenna í dag. Skallagrímsstúlkur voru sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Eftir fyrsta leikhluta höfðu þær náð 12 stiga forystu, 23-11. Þrátt fyrir að Fjölnisstúlkur væru að skapa sér opin færi allan leikinn, þá virtist boltinn ekki vilja ofan í körfuna hjá þeim. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Skallagrím sem jók forystuna jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks og sigruðu að lokum með 39 stigum, 69-30. 

Allir leikmenn beggja liða komu við sögu í dag en atkvæðamestar í liði Skallagríms voru Erikka Banks með 27 stig/6 fráköst og Sólrún Sæmundsdóttir með 16 stig/17 fráköst. Hjá Fjölni var Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir með 7 stig/8 fráköst og Fanney Ragnarsdóttir með 6 stig/5 fráköst. 

Skallagrímur situr nú á toppi 1. deildar kvenna með 8 stig eftir 4 leiki en Fjölnir bíður enn eftir að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. 

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Mynd: Sólrún Sæmundsdóttir átt stórgóðan leik í liði Skallagríms, setti 16 stig og tók 17 fráköst. 

Fréttir
- Auglýsing -