spot_img
HomeFréttirSkallagrímur Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna

Skallagrímur Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna

Skallagrímur tryggði sér um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í minnibolta 10 ára stúlkna með sigri á lokamóti á Flúðum.

Skallagrímur vann alla fimm leiki sína á lokamótinu gegn Þór/Hamar, Tindastól, Keflavík, Val og að lokum Grindavík í lokaleik 29-15, en Grindavík hafnaði í öðru sæti mótsins með fjóra sigra.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum með þjálfara sínum Pálma Þór Sævarssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -