spot_img
HomeFréttirSkallagrímur-ÍA oddaleikur: Skallagrímur í úrvalsdeild

Skallagrímur-ÍA oddaleikur: Skallagrímur í úrvalsdeild

Oddaleikur Skallagrims og ÍA um laust sæti í úrvalsdeild karla fer nú fram í Borgarnesi. Fjósið er troðfullt og hætt er að hleypa inn fólki. Stemmningin er rafmögnuð og það er bara allt dýrvitlaust. Hvar ert þú?
– LEIK LOKIÐ: Skallagrímur 89-67 ÍA – Skallagrímur leikur í úrvalsdeild á næstu leiktíð í fyrsta sinn síðan tímabilið 2008-2009. Til hamingju Skallagrímsmenn og Skagamenn með frábæra seríu! Danny Sumner með 26 stig, Harrison 23 stig og Flake 19 stig. 
 
– 2.36mín til leiksloka: 82-60 og leikhlé í gangi. Það er nokkuð ljóst hvert þetta stefnir. Borgnesingar hafa farið á kostum í síðari hálfleik þar sem ÍA sá aldrei til sólar, þéttofin vörn Skallanna reyndist gestunum um megn. Nú er bara að bíða eftir lokaflautinu.
 
– 4.30mín til leiksloka: 80-58 fyrir Skallagríms og ÍA kemst hvorki lönd né strönd gegn sterkri vörn heimamanna. Skallagrímur er að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á nýjan leik.
 
– 5.44mín til leiksloka: Sumner að bjóða upp á föngulega troðslu fyrir heimamenn eftir hraðaupphlaup. 
 
– 6.57mín til leiksloka: 72-58 og stemmningin er öll Skallagrímsmegin. Nú er nákvæmlega síðasti séns hjá ÍA runninn upp til að komast nærri!
 
– Þriðja leikhluta lokið: 66-54 fyrir Skallagrím og Skagamenn þurfa að gyrða í brók til að gera þetta að almennilegum lokasprett. Vörn Skallagríms feykilega góð í þriðja leikhluta.
 
– 1.00mín eftir af þriðja: 65-51 fyrir Skallagrím þegar eilífðartöffarinn Sigmar Egilsson sendir niður þrist fyrir heimamenn sem hafa verið mun betri í þessum þriðja leikhluta.
 
– 3.03mín eftir af þriðja: 60-49 fyrir Skallagrím og Hörður Helgi kominn með 4 villur í liði heimamanna, 3 í röð nú á skömmum tíma fyrir brot á Terrence Watson.
 
– 5.40mín eftir af þriðja: 55-45 Sigmar Egils setti þrist spjaldið ofaní fyrir Skallagrím. Við heyrðum hann ekki ,,kalla" það!
 
– 6.56mín eftir af þriðja leikhluta: 52-41 fyrir Skallagrím, heimamenn byrja síðari hálfleik með látum. Leikhlé hjá ÍA í gangi.
 
– 43-39 í hálfleik. Flake með 15 stig hjá Skallagrím og Áskell Jónsson 12 hjá ÍA. 
 
– 1.09mín eftir af öðrum leikhluta: 41-37 fyrir Skallagrím. Áskell Jónsson að leika vel í liði Skagamanna. Heimamenn í Skallagrím ná ekki að hrista gestina af sér, hafa fengið nokkur góð tækifæri en ÍA hefur alltaf fundið leið til að berja sér nærri. Leikhlé í gangi og spennandi mínúta framundan fram að hálfleik.
 
– 3.01mín eftir af öðrum leikhluta: 39-32 fyrir Skallagrím. Lorenzo ekki að finna fjölina hjá ÍA, nýtingin slæm hjá kappa á meðan Borgnesingar eru fleiri að taka þátt í þeirra sóknarleik. Um leið og Lorenzo kemur fleirum inn í sóknarleikinn ætti að rofa betur til hjá Skagamönnum.
 
– 5.40mín eftir af öðrum leikhluta: 32-25 fyrir Skallagrím. Hér mætast þeir drekarnir á blokkinni Darrell Flake og Dagur Þórisson. Hlutirnir gerast ekki hratt hjá þeim en það vantar ekki ,,diesel" lyktina.
 
– 8.00mín eftir af öðrum leikhluta: Staðan 24-21 fyrir Skallagrím og ÍA virðist búið að jafna sig á lökum sex mínútna kafla í fyrsta leikhluta. 
 
– Fyrsta leikhluta lokið: Staðan er 21-12 fyrir Skallagrím. Skagamenn urðu eitthvað spéhræddir í þessum fyrsta leikhluta og skoruaðu aðeins tvö stig síðustu sex mínútur leikhlutans. Heimamenn í fantaformi.
 
– 55 sek eftir af fyrsta: 17-12 fyrir Skallana eftir þrist frá Herði Helga.
 
– 3.13mín eftir af fyrsta: Skagamenn taka leikhlé og staðan enn 9-10 fyrir gestina. Flake með 5 stig hjá Skallagrím en fimm liðsmenn ÍA hafa gert 2 stig til þessa. 
 
– 4.51mín eftir af fyrsta leikhltua og staðan 9-10 fyrir gestina af Skaganum. Sumner kominn með myndarlegt varið skot og eina rudda-troðslu í liði Skallagríms. Bara nákvæmlega ekkert að stemmningunni hérna!
 
– Leikurinn er hafinn! Hér eru byrjunarliðin
Skallagrímur: Lloyd Harrison, Sigmar Egilsson, Egill Egilsson, Danny Sumner, Darrell Flake.ÍA: Lorenzo McClelland, Áskell Jónsson, Hörður Nikulásson, Dagur Þórisson, Terrence Watson.
 
– Örfáar mínútur eru í leik, staðan í einvíginu er 1-1 og ljóst að stuðningsmenn beggja liða var farið að hungra eftir þessum slag. Það er allt vitlaust á pöllunum, þvílík stemmning í Fjósinu!
Fréttir
- Auglýsing -