spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkallagrímur fyrsta liðið til að leggja Fjölni

Skallagrímur fyrsta liðið til að leggja Fjölni

Í Borgarnesi áttust við topplið Fjölnis gegn Skallagrími. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda hafa þessi lið margoft ást við og hvorugt átt sigur vísan fyrirfram.

Fjölnir byrjaði fyrsta leikhlutan betur og náði ágætu forskoti og virkuðu hraðir og ákveðnir í sínum aðgerðum. Skallar voru þó aldrei langt undan og söxuðu forskotið niður með fallegum og fjölbreyttum þristum. Undir lokin komust þeir síðan yfir en Fjölnir jafnaði í 21-21 með flautukörfu.

Annar leikhlutinn var algerlega Skallanna. Þeir voru miklu ákveðnari gegn Fjölnismönnum sem voru engan veginn að finna sig. Skallgrímur var sterkari aðilinn og er blásið var  til leikhlés höfðu þeir 7 stiga forystu , 48-41.

Það var öllu frískara Fjölnislið sem hóf seinni hálfleikinn en Skallagrímur hélt sínum góða leik áfram og hélt forystu þó munurinn væri minni. Er fjórði leikhluti fór af stað var munurinn aðeins eitt stig, 66-65 fyrir Skallagím.

Fjölnir vildi sannarlega halda sinni sigurgöngu áfram en Skallar voru meira en til í að skemma það party.  Þrátt fyrir mörg færi og góð þá gekk leikmönnum beggja liða illa að skora til að byrja með. Fyrstu stig lokaleikhlutans voru Skallagríms þegar 3,5 min voru liðnar.

Leikurinn var síðna í járnum sem eftir lifði en Skallar ætíð skrefinu á undan.  Fjölnismenn gáfust aldrei upp og börðust um alla bolta en þeir voru ekki að nýta færin sín og því fór sem fór, Skallgrímur hafði baráttusigur á sínum heimavelli. Lokatölur 83-79.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -