13:33
{mosimage}
(Formaðurinn Pálmi fyrir miðju ásamt þeim Sigurði og Trausta)
Borgnesingar máttu bíta í það súra epli á síðustu leiktíð að falla úr Iceland Express deildinni niður í 1. deild. Þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd hafa þeir snúið vörn í sókn og nýverið sömdu Skallagrímsmenn við tvo af sínum efnilegustu leikmönnum um áframhaldandi veru hjá félaginu en það eru þeir Sigurður Þórarinsson og Trausti Eiríksson.
Sigurður gerði 7,4 stig og tók 5,7 fráköst að meðaltali í leik með Skallagrím á síðustu leiktíð en Trausti var með 3,7 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Pálmi Blængsson formaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms var að vonum sáttur við að njóta áfram krafta þeirra Sigurðar og Traust í baráttunni í 1. deildinni á næstu leiktíð.
,,Sigurður hefur verið einn af okkar bestu mönnum og Trausti var einnig mjög fínn í fyrra en báðir þessir strákar eru t.d. í U 18 ára landsliðinu sem er á leið til Bosníu í júlí,“ sagði Pálmi en Skallagrímsmenn fá Konrad Tota sem spilandi þjálfara á næstu leiktíð en hann kom við á Akureyri hjá Þórsurum á síðustu leiktíð.
,,Konrad kemur í ágúst og svo á ég von á því að við höldum flestöllum okkar leikmönnum og markmiðið verður bara að komast upp því við ætlum að stoppa stutt í 1. deild,“ sagði Pálmi í samtali við Karfan.is.
[email protected]
Mynd: Sigga Leifs