Viðureignir Skallagríms og KFÍ hafa margar hverjar farið à spjöld sögunnar í gegnum tíðina og oftar en ekki verið æsispennandi fram ì rauðan dauðann. Engin undantekning var à því er liðin mættust ì Fjósinu ì höfuðstað Vesturlands í kvöld.
Liðin hèldust í hendur ì stigaskori í upphafi leiks. Þó voru heimamenn gjarnan hænufeti à undan Vestfirðingum. Borgnesingar nàðu þokkalegu àhlaupi um miðbik leikhlutans en gestrisnin var talsverð og gestirnir klóruðu sig alltaf inn ì leikinn aftur og staðan 22-19 að loknum 10 leikmínútum. Talsverða athygli vakti að bleikklæddir dómarar voru gjafmildir à tæknivillurnar og það àrla leiks. T.d fèkk erlendur leikmaður KFÌ slìka villu fyrir “flopp” ( gòð ìslensk þýðing óskast) eldsnemma leiks. Tæknvillurnar fuku um allan völl eins og laufin ì Skallagrímsgarði. Engin miskun hjá þeim bleikklæddu.
Snemma ì öðrum leikhluta fóru heimamenn að nà skynsamlegri tökum à ìþróttinni. Þeir fóru ì hvìvetna að koma tuðrunni inn ì teig hvar þeir Pàll Axel og Grètar, sem bàðir eru vel à annan meter, komu boltanum rètta leið og munurinn jókst hægt og hljótt. Þegar 4 mìnútur voru eftir af fyrri hàlfleik var staðan orðin 40-25 og Skallar með góð tök à leiknum. En Ísfirðingar eru ólseigir og með mikilli baràttu komu þeir til baka og nàðu að minnka muninn ì 10 stig fyrir lok fyrri hàlfleiks.
Àhlaup gestanna hèlt àfram ì upphafi seinni hàlfleiks og komust þeir yfir 52-54 snemma ì 3.leikhluta. À þessum tìmapunkti höfðu villurnar hrannast upp og þá sèrstaklega hjà heimamönnum þar sem Grètar var kominn með 3 villur og Orri 4. Skallarnir náðu þò að girða sig ì bròk og höfðu nàð gòðum tökum àður en leikhlutanum lauk. Staðan að honum loknum 66-64.
Mikill flumbrugangur var à leik beggja liða ì byrjun 4.leikhluta. Gestirnir að vestan hèldu sèr inni ì leiknum með mikilli baràttu undir körfunni og hirtu mýgrút af sóknarfràköstum. En oft varð þeim ekki kàpan ùr þvì klæðinu og nýttu illa bæði vìtaskot à ögurstundu sem og opin sniðskot eftir sòknarfràköst. Um miðjan leikhlutann voru Egill og Trausti farnir af velli með 5 villur hjà Fjòsamönnum og Àgùst fòr sömu leið hjà gestunum. Ì stöðunni 70-68 setti Green niður 2 þrista ì röð fyrir heimamenn gegn 1 stigi KFÌ. Jason Smith sem eigi unni sèr hvìldar ì liði gestanna minnkaði muninn ì 78-77 þegar 37 sekùntur voru eftir og allt à suðupunkti ì Fjòsinu. Borgnesingar voru þò sterkari à loka andartökum leiksins þar sem Sigurður Þòrarinsson og Pàll Axel klàruðu leikinn af lìnunni. Örvæntingarfullar tilraunir Ìsfirðinga til að jafna leikinn fóru ùtum þùfur og naumur heimasigur 80-77 staðreynd.
Mychael Green, Pàll Axel og Grètar voru allt ì öllu ì sóknarleik Skallagrìms og gerðu alls 47 stig af 80 stigum liðsins.
Hjà Ìsfirðingum var Jason Smith öflugastur àsamt Mirko ì sókninni og þà voru Àgùst og Jòn Hrafn sèrstaklega drjùgir ì vörninni.
Umfjöllun/ Ragnar Gunnarsson



