spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaSkallagrímur fær sænskan miðherja

Skallagrímur fær sænskan miðherja

Skallagrímur hefur samið við sænska miðherjann Mammusu Secka um að leika með liðinu í Úrvalsdeild kvenna á komandi tímabili.

Secka lék með Ullern í Noregi á síðasta tímabili en þar á undan í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Á lokaári sínu með Santa Monica háskólanum var hún með 9,8 stig og 6,1 frákast að meðaltali í leik.

Skallagrímur mætir með mikið breytt lið í vetur en fyrsti leikur liðsins er 6. október næstkomandi á móti Keflavík.

Fréttir
- Auglýsing -