spot_img
HomeFréttirSkallagrímur eygir von um fyrsta úrvalsdeildarsætið

Skallagrímur eygir von um fyrsta úrvalsdeildarsætið

Borgnesingar hafa verið nokkuð afgerandi í 1. deild kvenna þessa leiktíðina. Nú leiða Skallagrímskonur 1-0 í úrslitum gegn KR og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í Domino´s-deild kvenna í fyrsta sinn.

Athugið að Skallagrímur er með Íslandsmeistaratitil undir beltinu en klúbburinn hefur aldrei verið með kvennalið í svokallaðri úrvalsdeild en Skallagrímskonur léku um árabil í efstu deild á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var áður en nafngiftin úrvalsdeild var við lýði.

Þeirra eini Íslandsmeistaratitill í meistaraflokki kvenna kom árið 1964. 

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -