spot_img
HomeFréttirSkallagrímur að missa þjálfarann

Skallagrímur að missa þjálfarann

23:30
{mosimage}

(Ken Webb)

Hafsteinn Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, segir að mestar líkur séu á því að erlendir leikmenn félagsins verði sendir heim. Snæfell, ÍR og Breiðablik hafa ákveðið að láta sína erlendu leikmenn fara vegna efnahagsástandsins í landinu og slæmri stöðu krónunnar. Líklegt er að Ken Webb, þjálfari Skallagríms, fari sömu leið. Þetta kom fram á www.visir.is í dag.

Þar að auki er Skallgrímur með Bandaríkjamanninn Eric Bell á sínum snærum sem og Djordo Djordic frá Serbíu. „Það verður ekkert ákveðið fyrr en að stjórnin fundar sem verður í kvöld en mér sýnist á öllu að það séu mestar líkur á því að þeir verða sendir heim, því miður," sagði Hafsteinn.


Hann sagði að launakostnaður þessara manna hafa rokið upp úr öllu valdi í kjölfar hruns íslensku krónunnar. „Ef ég ber saman launaseðil frá september í fyrra við þann síðasta hefur hann hækkað um 105 prósent," sagði Hafsteinn.

www.visir.is

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -