spot_img
HomeFréttirSkallagrímur 11. sæti

Skallagrímur 11. sæti

09:30
{mosimage}

(Pálmi Sævarsson)

Skallagrímsenn virðast vera í vondum málum þar sem Ken Webb hefur ákveðið að þjálfa ekki liðið áfram. Leikmannahópurinn er þunnskipaður en þeir hafa þó fengið Þorstein Gunnlaugsson úr Þór Akureyri og Svein A. Davíðsson úr Snæfell. Fyrir hafa þeir Pálma Sævarsson en svo er hópurinn að mestu skipaður óreyndari leikmönnum. Þó er von á einhverjum leikmönnum sem voru hættir og gætu þeir styrkt liðið.

Hafþór Ingi Gunnarsson er enn að jafna sig eftir meiðsli og verður líkast til ekkert með fyrir áramót ef þá eitthvað þessa leiktíðina. Þriggja stiga skyttan Pétur Már Sigurðsson yfirgaf herbúðir Skallanna í sumar en hann gekk til liðs við Laugdæli í 1. deild karla en Pétur er við íþróttakennaranám að Laugarvatni.

Áskell Jónsson hefur sýnt lofandi takta undanfarin ár og nú er röðin komin að honum að leika aðalhlutverk og verða fullorðinn á einni nóttu ef svo má að orði komast. Enn er beðið eftir því hverjir verða opinberlega kynntir sem þjálfarar Skallagríms í vetur en gert er ráð fyrir að þetta verði samvinnuverkefni hjá Pálma Sævarssyni, Hafþóri Inga og Finni Jónssyni.

Það má því fastlega gera ráð fyrir að ný nöfn skrái sig í bækurnar í Borgarnesi í vetur og verður fróðlegt að sjá hverjir koma til með að láta til sín taka. Karfan.is spáir Skallagrím falli í 1. deild en það gæti eflaust reynst mörgum liðum dýrkeypt að afskrifa Skallagrím og þá sér í lagi þegar leikið er í Borgarnesi.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}
(Áskell Jónsson)

Fréttir
- Auglýsing -